Tímatafla vor 2018. Taflan gildir frá 6. janúar en taflan er lifandi og getur breyst í vetur. 

Topp form (gulir) tímarnir eru krefjandi, fjölbreyttir og skemmtilegir. Unnið er jafnt með þol og styrk þar sem lögð er áhersla á allan líkamann. Tímarnir einkennast af hraða, gleði og hvatningu þar sem allir eru jafningjar. Notaðar eru mismunandi aðferðir s.s. Tabata, Blast, pýramídar, trommukjuðar og margt fleira.  Markmiðið er að amk helmingur iðkanda í morguntímunum verði karlar :-) Við byrjum rólega og gefum svo smám saman í þegar allir eru klárir. Allir eru velkomnir. Athugið ef þið eigið við meiðsl að stríða þurfið þið að fara varlega, vera í samráði við sérfræðing og eruð á eigin ábyrgð Jóga (fjólublár) er heilsurækt sem allir ættu að prófa. Í jóga vinnum við jafnt með andlega og líkamlega líðan. Við kynnumst líkamanum uppá nýtt og tökum hann í sátt, hann styrkist jafnt og þétt og þér fer að líða betur en áður. Við lærum að kyrra hugann, taka eftir hugsunum, treysta og sleppa takinu. Mikil áhersla er lögð á öndun, hvernig hún hjálpar líkamanum og huganum á margvíslegan hátt.  Allir eru velkomnir í jóga, verið óhrædd að prófa þótt þið hafið ekki prófað áður. Grænir tímar: Styrktartímar við hæfi allra. Auðvelt að aðlaga æfingarnar að sér. Ekki mikil ákefð eða hopp. Gagnlegir og skemmtilegir tímar.   

Topp form (gulir) tímarnir eru krefjandi, fjölbreyttir og skemmtilegir. Unnið er jafnt með þol og styrk þar sem lögð er áhersla á allan líkamann. Tímarnir einkennast af hraða, gleði og hvatningu þar sem allir eru jafningjar. Notaðar eru mismunandi aðferðir s.s. Tabata, Blast, pýramídar, trommukjuðar og margt fleira. 
Markmiðið er að amk helmingur iðkanda í morguntímunum verði karlar :-)
Við byrjum rólega og gefum svo smám saman í þegar allir eru klárir. Allir eru velkomnir.
Athugið ef þið eigið við meiðsl að stríða þurfið þið að fara varlega, vera í samráði við sérfræðing og eruð á eigin ábyrgð

Jóga (fjólublár) er heilsurækt sem allir ættu að prófa. Í jóga vinnum við jafnt með andlega og líkamlega líðan. Við kynnumst líkamanum uppá nýtt og tökum hann í sátt, hann styrkist jafnt og þétt og þér fer að líða betur en áður. Við lærum að kyrra hugann, taka eftir hugsunum, treysta og sleppa takinu. Mikil áhersla er lögð á öndun, hvernig hún hjálpar líkamanum og huganum á margvíslegan hátt. 
Allir eru velkomnir í jóga, verið óhrædd að prófa þótt þið hafið ekki prófað áður.

Grænir tímar: Styrktartímar við hæfi allra. Auðvelt að aðlaga æfingarnar að sér. Ekki mikil ákefð eða hopp. Gagnlegir og skemmtilegir tímar.