Hraustur
Hraustur býður uppá jógatíma við allra hæfi. Þú getur byrjað hvenær sem er að æfa og ert ávallt velkomin/n. Hægt er að kaupa 10 tíma kort, eins mánaðar-, þriggja mánaða- eða vetrarkort. Skoðaðu töfluna okkar undir tímar og verðskrána undir verð. Ekki hika komdu og prófaðu.
Haustið 2025 verða lokaðir tímar ef næg þátttaka fæst fyrir fólk sem upplifir sig mjög styrkt eða á við einhver meiðsli að stríða. Í þeim tímum verður ekki setið mikið eða kropið á gólfinu heldur frekar staðið, setið á stólum og legið.
Endilega hafið samband fyrir frekari upplýsingar.
Hrönn Grímsdóttir
UM okkur
Hraustur er lítið fyrirtæki sem var stofnað í ágúst 2014 og byrjaði sem jógastöð. Áhuginn meðal bæjarbúa var mikill strax í upphafi og fljótlega fékk ég Hrefnu Zoega jógakennara til liðs við mig og hefur hún kennt einn til tvo tíma á viku síðan. Haustið 2016 bætti ég við tímum í líkamsrækt eftir að hafa lært hóptímakennarann hjá Unni Pálmarsdóttur í Fusion fitness academy. Þorbjörg Traustadóttir (Tobba) sem er reynslubolti í hóptímakennslu hefur verið viljug að leysa af og Heiða Berglind Svavarsdóttir einkaþjálfari bættist svo í hópinn í nóvember 2016 og er hún með tíma tvisvar í viku.
Hraustur hefur einnig boðið uppá lífsstílsnámskeið, farið í fyrirtæki með jóga og fræðslu og haldið fyrirlestra fyrir hópa og fyrirtæki.
Í tímum hjá okkur ríkir mikil gleði og virðing. Fólk á öllum aldri stundar jóga og líkamsrækt hjá Hrausti og allir eru hjartanlega velkomnir.
Sjá nánar...
TÍMAR
Boðið er uppá jóga; mjúkt jóga þar sem teygjur og hugleiðsla eru í forgrunni, flæði sem styrkir bæði líkama og sál og kraftmeiri jógatíma. Í líkamsræktinni er hægt að velja á milli tabata/blast tíma þar sem mikið er unnið með HIIT kerfið sem þýðir að unnir er af mikilli ákefð í stuttan tíma í einu. Alltaf er hægt að velja um léttari og erfiðari útgáfu af hverri æfingu. Eins eru styrktartímar með Heiðu þar sem hraðinn er minni en þeir tímar henta öllum vel.
Ekki hika byrjaðu strax í dag.
Sjá nánar...